Nikótínpúðar?
Hvað eru nikótínpúðar ?
- Nikótínpúðar er ný tegund nikótínvara sem rutt hafa sér til rúms í Evrópu og hafað hjálpað mörgun að draga úr eða hætta tóbaksneyslu.
- Púðarnir innihalda nikótín og bragðefni og eru án tóbaks. Púðarnir eru hvítir á litinn og þar að leiðandi lita ekki tennurnar.
- Hægt að fá nikótínpúðana í mismunandi nikótínstyrk, hvað sem hentar þér best.
- Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem vilja draga úr eða hætta tóbaksneyslu.
- Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem finnst upplifunin af nikótíntyggjói, -töflum, -spreyi og fl. ekki henta sér.
- Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem vilja finna staðkvæmdarvöru fyrir Rafrettur (Vape).
- Nikótínpúðarnir eru settir undir efri vör og er ráðlagður neyslutími um 30 mínútur. Allar dósir hafa sérstök losunarhólf og er því hægt að losa hvar og hvenær sem er.
- Nikótínpúðarnir eru með styrk frá 2mg/g-24mg/g - en hver púði/skammtur hefur aldrei meira en 13mg af nikótíni.
- Hver púði er um 0,5g-0,7g á þyngd
Hvað er mikið nikótínmagn í Íslensku Neftóbaki?
Íslenskt Neftóbak inniheldur 20-24mg/g af nikótíni samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Það magn af nikótíni er á við sterkustu púðana sem til sölu eru á SNUS.IS (Ef skammturinn/lumman af Íslensku Neftóbaki er um 0,5-0,7g er það á við sterkustu púða SNUS.IS - en samkvæmt stuttlegri úttekt SNUS.IS er hinsvegar meðalneytandi á Íslensku Neftóbaki að neyta 1-3 grömm í hverjum skammti - ef sett er í vör - það er á við 20-60mg í hverjum skammti)
Því er ráðlagt fyrir neytendur Neftóbaks sem vilja hætta tóbaksneyslu að færa sig yfir í sterkustu púðana og vinna sig svo niður styrkleikaflokkana. Þar með er fyrsti sigurinn unninn - að losa sig við tóbakið.
Hvað er mikið nikótínmagn í sígarettum?
Nikótínmagn í flestum sígarettum er 10-13mg. Það er sama magn og í sterkustu púðunum sem seldir eru á SNUS.IS. (athugið að allir nikótínpúðar vega 0,5-0,7g og þarf því að taka tillit til þess þegar borið er þetta tvennt saman - t.d er 18mg/g nikótínpúði sem vegur 0,5g því með 9mg af nikótíni og svo framvegis)
Eru nikótínpúðar löglegir?
Nikótínpúðarnir falla ekki undir reglugerðir um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki þar sem um tóbakslausa vörur eru að ræða.
Meira um nikótínpúða:
- Innihalda ekkert tóbak
- Auðvelt að nota hvar og hvenær sem er
- Losunarhólf á öllum dollum
- Enginn sóðagangur
- Mismunandi nikótínstyrkur -> eitthvað fyrir alla
- Hvítir á litinn
- Fjölbreytt úrval bragðtegunda
- Púðinn sjálfur inniheldur aðeins náttúrleg trefjaefni sem ekki er skaðlegt að geyma undir vör.
Fyrir hverja henta nikótínpúðar?
Nikótínpúðar eru aðeins fyrir 18 ára og eldri einstaklinga. Púðarnir eru ætlaðir þeim sem vilja draga úr eða hætta tóbaksneyslu.
Hvernig nota á nikótínpúða
Setjið púðann undir efri vörina og hafið hann þar í u.þ.b. 30 mínútur. Hreyfið púðann til öðru hverju með tungunni. Ekki má nota meira en það sem nemur 100mg af nikótíni á dag. Athugið að púðar eru mismunandi í stærð og eru flestir á bilinu 0,5-0,7g. Ráðlagður dagskammtur fer því eftir stærð púða.
Púðar með styrkleika 1 (2mg/g): hámark 50 púðar á dag
Púðar með styrkleika 1 (4mg/g): hámark 24-50 púðar á dag
Púðar með styrkleika 2 (6mg/g): hámark 16-32 púðar á dag
Púðar með styrkleika 2 (10mg/g): hámark 10-20 púðar á dag
Púðar með styrkleika 3 (12mg/g): hámark 8-16 púðar á dag
Púðar með styrkleika 3 (14mg/g): hámark 7-14 púðar á dag
Púðar með styrkleika 4 (16mg/g): hámark 6-12 púðar á dag
Púðar með styrkleika 4 (18mg/g): hámark 5-10 púðar á dag
Púðar með styrkleika 4 (20mg/g): hámark 5-10 púðar á dag
Púðar með styrkleika 4 (24mg/g): hámark 4-8 púðar á dag