Algengar spurningar

Eftir að ég panta, hvað líður langur tími þangað til ég fæ sendinguna mína?

Við reynum alltaf að koma pöntunum út eins hratt og við mögulega getum. Við erum á milljón að pakka alla daga. 


- Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu - Afhent samdægurs ef pantað fyrir kl. 13.00, annars næsta virka dag. Keyrt út á milli kl.17-22. Ef enginn er heima er reynt aftur næsta virka dag.

- Utan höfuðborgarsvæðis - Sending á flytjandastöð (afhent yfirleitt næsta virka dag) Færð SMS þegar sending er tilbúin til afhendingar. Sjá stöðvar hér  

Hvernig millifæri ég fyrir pöntun ?
Þetta er rosalega einfalt og mjög algeng greiðsluleið. Til þess að staðfesta pöntun verður að hafa í huga að pöntunin þín verður ekki afgreidd fyrr en greiðsla er móttekin. Við mælum með því að greiða strax svo pöntunin verði send eins fljótt og auðið er. Pantanir sem ekki eru greiddar innan 24 klst eyðast sjálfkrafa. Muna að ýta á "Klára pöntun og greiða" til þess að pöntun fari í gegn. (sjá mynd)

Vinsamlegast millifærið á þennan reikning: 301-26-12062 kt:410819-0900

Get ég hætt við pöntun ?
Já. Ef þú gerðir mistök í bókunarferlinu er mögulegt að hætta við pöntun með því að senda tölvupóst á snus@snus.is innan við klukkustund frá pöntun.
Ef lengri tími er liðinn og pöntunin er farin úr húsi getur þú farið í gegnum skilaferli.

Ég fékk ekki rétta pöntun
Sendu okkur tölvupóst á snus@snus.is og við græjum það í hvelli.

Get ég skilað vörum ?
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til Gorilla Vöruhús í óopinni og ónotaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir allan kostnað við að koma vörunni aftur til okkar. Sendið okkur póst á snus@snus.is og við finnum út úr þessu saman.

Get ég breytt nafni eða heimilsfangi á pöntun ?
Já. Ef þú sendir okkur tölvupóst (snus@snus.is) innan við klukkustund frá pöntun þá getum við græjað það fyrir þig. Nauðsynlegt er að aðili sem sækir pöntun eða fær afhent sé 18 ára eða eldri.

Er hægt að fá magnafslátt ?
Ef þú ert með fyrirtæki og virðisaukanúmer og hefur áhuga á að selja vörurnar okkar hafðu endilega samband við okkur til að fá verðlista og frekari upplýsingar.

Er tóbak í vörum frá ykkur ?
Við seljum aðeins vörur sem eru án tóbaks

 

 

Liquid error (layout/theme line 152): Could not find asset snippets/age-check.liquid